Þetta eru liðin sem keppa í þriðju þáttaröð af Kviss Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. september 2022 09:00 Liðin sem keppa í Kviss í ár. Stöð 2 Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný í kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. „Það verða hrikalega flott lið og skemmtilegir keppendur í þessari seríu,“ segir Björn. Hann lofar mikilli skemmtun og spennu. Nú getum við loksins afhjúpað þau lið sem keppa í annarri þáttaröð af Kviss. Keppendurna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. „Flestir keppendurnir eru auðvitað glænýir en svo buðum við nokkrum sem fólk kannast við úr fyrstu þáttaröðinni að eiga endurkomu. Þar erum við að tala um fólk sem hefur aldrei beðið þess bætur að hafa tapað í Kviss og þurfti að fá að spreyta sig aftur,“ segir Björn í samtali við Vísi. Stórslagur í fyrsta þætti Það verður sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar eigast við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð. Fyrir hönd FH keppa leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR eru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi. Björn Bragi lofar mikilli spennu í þessari þáttaröð.Stöð 2 Björn segir gaman að sjá hversu mikið keppnisskap er í keppendum þáttarins. „Kviss kallar fram allar bestu og verstu hliðar fólks. Ég elska hversu oft keppnirnar eru að ráðast á lokaspurningunni og að sjá fólk sem er þaulvant því að koma fram í algjöru stresskasti að reyna að svara úrslitaspurningunni.“ Liðin 16 sem keppa í þáttaröðinni: KA : Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson Skallagrímur : Kristín Sif Björgvinsdóttir og Magnús Scheving Fram : Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Grótta : Egill Ploder Ottósson og Níels Thibaud Girerd Afturelding : Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) Breiðablik : Eva Ruza Miljevic og Gerður Huld Arinbjarnardóttir Fjölnir : Aron Can og Júlíana Sara Gunnarsdóttir Víkingur : Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir Valur : Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox Leiknir : Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska FH : Björn Stefánsson og Svala Björgvinsdóttir KR : Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi Keflavík : Sólborg Guðbrandsdóttir og Ragga Holm Þór Þorlákshöfn : Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson Stjarnan : Rósa Kristinsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Selfoss : Ása Ninna Pétursdóttir og Atli Fannar Bjarkason Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss. Kviss Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Það verða hrikalega flott lið og skemmtilegir keppendur í þessari seríu,“ segir Björn. Hann lofar mikilli skemmtun og spennu. Nú getum við loksins afhjúpað þau lið sem keppa í annarri þáttaröð af Kviss. Keppendurna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. „Flestir keppendurnir eru auðvitað glænýir en svo buðum við nokkrum sem fólk kannast við úr fyrstu þáttaröðinni að eiga endurkomu. Þar erum við að tala um fólk sem hefur aldrei beðið þess bætur að hafa tapað í Kviss og þurfti að fá að spreyta sig aftur,“ segir Björn í samtali við Vísi. Stórslagur í fyrsta þætti Það verður sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar eigast við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð. Fyrir hönd FH keppa leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR eru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi. Björn Bragi lofar mikilli spennu í þessari þáttaröð.Stöð 2 Björn segir gaman að sjá hversu mikið keppnisskap er í keppendum þáttarins. „Kviss kallar fram allar bestu og verstu hliðar fólks. Ég elska hversu oft keppnirnar eru að ráðast á lokaspurningunni og að sjá fólk sem er þaulvant því að koma fram í algjöru stresskasti að reyna að svara úrslitaspurningunni.“ Liðin 16 sem keppa í þáttaröðinni: KA : Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson Skallagrímur : Kristín Sif Björgvinsdóttir og Magnús Scheving Fram : Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson Grótta : Egill Ploder Ottósson og Níels Thibaud Girerd Afturelding : Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.) Breiðablik : Eva Ruza Miljevic og Gerður Huld Arinbjarnardóttir Fjölnir : Aron Can og Júlíana Sara Gunnarsdóttir Víkingur : Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir Valur : Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox Leiknir : Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska FH : Björn Stefánsson og Svala Björgvinsdóttir KR : Aron Kristinn Jónasson og Nadine Guðrún Yaghi Keflavík : Sólborg Guðbrandsdóttir og Ragga Holm Þór Þorlákshöfn : Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson Stjarnan : Rósa Kristinsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir Selfoss : Ása Ninna Pétursdóttir og Atli Fannar Bjarkason Kviss er stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem þekktir Íslendingar keppa fyrir hönd íþróttafélaganna sem þeir styðja. Þótt liðin skiptist eftir íþróttafélögum er ekki um íþróttaþátt að ræða, heldur eru spurningar úr öllum áttum. Keppendur eru ekki íþróttafólk heldur nægir að þeir hafi alist upp í hverfi íþróttafélagsins eða hafi æft íþróttir með félaginu á yngri árum. Liðin sem vinna sínar viðureignir halda áfram leik þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari og verður krýnt Íslandsmeistari í Kviss.
Kviss Bíó og sjónvarp Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira