Innlent

Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á

Ellen Geirsdóttir Håkansson og Heimir Már Pétursson skrifa
Sögufélag gefur nú út bókina Stund milli stríða. Á myndinni má sjá Guðmund Hallvarðsson, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Ásgrím L. Ásgrímsson, glugga í nýju bókina með Guðna.
Sögufélag gefur nú út bókina Stund milli stríða. Á myndinni má sjá Guðmund Hallvarðsson, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Ásgrím L. Ásgrímsson, glugga í nýju bókina með Guðna. Vísir/Vilhelm

Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971.

Bókin ber heitið „Stund milli stríða“ en hún fjallar einmitt um árin á milli fyrsta og annars þorskastríðs.

Guðni segir átökin vegna landhelginnar hafa gerst á hafi úti en líka í landi. „Við nutum þess í þessum átökum að geta klippt á togvíra, það var hörkuvopn á hafi úti en á landi nutum við þess að hafa í höndum það sem við getum kallað „NATO- vopnið“ að geta látið í það skína að ef við þyrftum að eiga áfram í höggi við Breta, aðra NATO þjóð, þá gætum við ekkert verið í varnarbandalagi með þeim,“ segir Guðni.

Þróun hafréttar í Mið- og Suður-Ameríku hafi rutt brautina sem íslenska þjóðin hafi fylgt svo á eftir.

Aðspurður hvort hann muni halda skrifum sínum um þorskastríðin áfram og reifa alla söguna segir Guðni það vera stefnuna.

„Ég hef notið þess í embætti að geta horfið um stund frá amstri dagsins og einbeitt mér að þessum skrifum. Sumt fólk fer í fjallgöngu og annað fólk er í kór eða fer á skíði eða sinnir einhverju til þess að dreifa huganum og ég skrifa sögu landhelgismálsins,“ segir Guðni að endingu.

Viðtalið við Guðna má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×