Birgitta miður sín og biðst afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 20:35 Birgitta hefur beðist afsökunar á orðalagi sínu í Íslandi í dag. Vísir Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira
Birgitta Líf Björnsdóttir, einn meðlimur LXS-hópsins, sagði í Íslandi í dag vikunni að raunveruleikaþáttur þeirra, LXS, væri „kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir“. Ekkert í þættinum væri eftir handriti. Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna úr þáttunum Æði, túlkaði orð Birgittu sem svo að hún væri að skjóta á þátt sinn. Hann sagði orð Birgittu vera kjaftshögg. „Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað,“ sagði Patrekur á Instagram-síðu sinni. Birgitta Líf, Sunneva Einars og Magnea Jónsdóttir, allar meðlimir LXS, voru gestir Gústa B og Páls Orra í Veislunni á FM957 og sagðist Birgitta vera miður sín þegar hún mætti. „Ég hef verið betri, ég skal alveg viðurkenna það. Maður er miður sín,“ sagði Birgitta og útskýrði hvað hún meinti. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Hér fyrir neðan má hlusta á klippu úr þættinum þar sem rætt er um atvikið. Hún segist ekki muna eftir því að hafa orðað hlutina svona og biðst afsökunar á orðalaginu. Það hafa ekki átt að beinast gegn neinum öðrum. Þá þakkar hún Æði-strákunum fyrir og segir að LXS-þættirnir væru líklegast ekki til ef ekki væri fyrir Æði. „Ég skil alveg að hann geti ákveðið að taka þetta til sín og taka því svona. Þess vegna biðst ég afsökunar en þetta var ekki meint svoleiðis frá okkur. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, ég er búin að vera miður mín og í smá sjokki,“ segir Birgitta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp LXS Æði FM957 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Sjá meira