Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:16 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira