Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:16 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira