Innlent

Segir sam­fé­lagið í „tvö­földum kaup­máttar­bruna“ og vill hefja við­ræður strax

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Friðrik játar því að það sé óvenjulegt að BHM leiði kjaraviðræður en óvenjulegar aðstæður kalli á óvenjulegar lausnir.
Friðrik játar því að það sé óvenjulegt að BHM leiði kjaraviðræður en óvenjulegar aðstæður kalli á óvenjulegar lausnir.

Formannaráð Bandalags háskólamanna, skipað formönnum allra aðildarfélaga BHM, hefur veitt Friðriki Jónssyni, formanni bandalagsins, viðræðuumboð og mælst til þess að hann hefji viðræður við viðsemjendur og stjórnvöld án tafar.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar er ítrekað að um sé að ræða viðræðuumboð, ekki samningsumboð, en að sögn Friðriks sé ekki eftir neinu að bíða, jafnvel þótt samningar renni ekki út fyrr en á næsta ári. Friðrik segir félögin ekki vilja lenda í því að samningar renni út og menn þurfi svo að bíða í marga mánuði eftir nýjum samningum.

„Við erum í tvö­föld­um kaup­mátt­ar­bruna; ann­ars veg­ar vegna verðbólgu og hins veg­ar vegna vaxta­hækk­ana. Mark­miðið hlýt­ur að vera að stöðva það sem fyrst en því leng­ur sem það dregst, því erfiðara verður það,“ segir Friðrik.

Spurður um ólgu innan verkalýðshreyfingarinnar segir hann ekki gefið að hreyfingin í heild vilji eða geti samið en það standi ekki á BHM. Þannig sé hann fyrsti formaður heildarsamtaka með sameinað bandalag að baki sér og umboð til viðræðna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×