Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:26 Óhætt er að segja að Lars sé orðinn vinsælasti pílubangsi landsins eftir ævintýri sitt. Með honum á myndinni Ísak Örn Hákonarson, starfsmaður Bullseye og góðvinur Lars. Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira