Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:26 Óhætt er að segja að Lars sé orðinn vinsælasti pílubangsi landsins eftir ævintýri sitt. Með honum á myndinni Ísak Örn Hákonarson, starfsmaður Bullseye og góðvinur Lars. Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira