Innlent

Fimmhyrnd kind í réttunum á Stokkseyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þessi fimmhyrnda kind vakti mikla athygli í réttunum fyrir hornin sín.
Þessi fimmhyrnda kind vakti mikla athygli í réttunum fyrir hornin sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og vera ber var íslenska fánanum flaggað á réttardaginn á Stokkseyri laugardaginn 27. ágúst, en þetta voru með fyrstu, ef ekki fyrstu fjárréttir haustsins 2022. Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu

„Þetta er einhvers staðar á milli sex hundruð og átta hundruð fjár, sem er að koma núna. Mér sýnist lömbin koma mjög vel undan sumri svei mér þá,“ segir Agnes Lind Jónsdóttir sauðfjárbóndi á Stokkseyri.

fyrir hornin sín. Agnes Lind Jónsdóttir sauðfjárbóndi á Stokkseyri er með 50 kindur með manni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Halda þurfti á einu lambinu í réttirnar því það var fótbrotið.

Agnes Lind sá um að útbúa kjötsúpu í risa pottum og allir á svæðinu fengu sér súpu í boði sauðfjárbænda.

Katrín Jónsdóttir á Lambatanga er ekki með nema 14 kindur en hún segir að fjöld skipti engu máli, það sé stússið í kringum kindurnar, sem sé svo skemmtilegt.

„Sagði ekki einhver að maður elskaði kindurnar meira en börnin sín,“ segir hún hlæjandi.

Katrín Jónsdóttir á Lambatanga rétt við Stokkseyri, sem er með 14 kindur.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Að sjálfsögðu var flaggað á réttardaginn, laugardaginn 27. ágúst 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna var stofnað 1888 en sauðfjárbúskapur hefur alltaf verið stundaður á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Öllum var boðið upp á dýrindis kjötsúpu.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.