Slysið átti sér stað er rétt fyrir hádegi í dag en ekki er vitað hvað skeði eða hverjir áverkar mannsins eru. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að áverkar mannsins hafi verið þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús og því hafi hann verið fluttur með þyrlu.
RÚV greinir frá því að um fjörutíu manns sem urðu vitni að slysinu hafi þegið áfallahjálp frá Rauða krossinum eftir slysið.
Í keppninni var keppt í fjallabruni og var keppnin á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Mótshaldarar hafa ekki viljað tjá sig um slysið.