Lífið

Líf og fjör í túninu heima

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Stemning á fornbílasýningu
Stemning á fornbílasýningu Ragnar Axelsson

Bæjarhátíðin í Túninu heima er nú í fullum gangi en hún fer jafnan fram síðustu helgina í ágúst. 

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtilegt þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Boðið er upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball.

Nánar má kynna sér dagskrá hátíðarinnar á vefsíðu Mosfellsbæjar. 

Ragnar Axelsson tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni.

Glæsilegar flugvélar.Ragnar Axelsson
Traktorasýning.Ragnar Axelsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×