Lífið

Simmi Vill hrekkir Aron Mola: „Ég var að bíða eftir þessu símtali“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aron Mola verður kynnir í Idol ásamt Sigrúnu Ósk.
Aron Mola verður kynnir í Idol ásamt Sigrúnu Ósk. Vísir/Samsett

Sigmar Vilhjálmsson var gestur Gústa B í þættinum Veislunni á FM957. Hann tók þar meðal annars léttan símahrekk á Aroni Mola leikara.

Eins og tilkynnt var hér á Lífinu í gær mun Aron feta í fótspor þeirra Simma og Jóa þegar hann verður kynnir í Idol ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í vetur. Gústa B fannst því tilvalið að stríða nýja Idol kynninum aðeins.

Simmi gerði grín að því að Aron væri algjörlega að elta sig, enda var hann einnig að opna veitingastað á dögunum og eins og flestir vita hefur Simmi verið mörg ár í veitingabransanum.

„Viltu ekki bara vera ég Aron?“ spurði Simmi strax í byrjun símtalsins. Lét hann Aron svo æfa Idol setningar eins og „Hnetan hefur talað.“ Símtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Veislan með Gústa B - Símaat í Aron Mola

Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræða þeir Gústi B og Páll Orri meðal annars við Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, nýkrýnda Miss Universe Iceland 2022. 


Tengdar fréttir

Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins

Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.