Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:06 Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu aðstoð Fagfélagannna við að komast út úr aðstæðunum en þeir leigðu húsnæði af vinnuveitendum sínum. Getty Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira