Hátíðarstemning þegar ný kvenna- og fæðingardeild var opnuð Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 ABC skólinn er á stórri lóð í Rockoko þar sem skólarnir og heimavist er rekinn. Á loðinni voru þrjár byggingar í niðurníðslu en í mars var ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu á kvennadeild og fæðingardeild. ABC Ný kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð á skólalóð ABC barnahjálpar í bænum Rockoko í norðurhluta Úganda fyrr í mánuðinum. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila. Laufey Birgisdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, segir félagið gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreyti allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Laufey Birgisdóttir,, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.ABC Á vef ráðuneytisins kemur fram að skóli á vegum hinnar íslensku ABC barnahjálpar hafi verið starfræktur í bænum í rúm 25 ár. Húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslunnar hafi hins vegar fokið af í óveðri fyrir fjórum árum og í kjölfarið hafi heilsugæslan verið lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Laufey segir að skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu hafi fyrr á árinu óskað eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Þá hafi verið ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar. „Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag,“ segir Laufey. Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar og var margt um manninn. „Við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, áttatíu prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila.ABC Um aðstöðuna segir að á kvennadeildinni séu tólf sjúkrarúm og tvö á fæðingardeildinni. Þar sé ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir. Á síðasta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda, en árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp. Hjálparstarf Íslendingar erlendis Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Laufey Birgisdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, segir félagið gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreyti allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Laufey Birgisdóttir,, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.ABC Á vef ráðuneytisins kemur fram að skóli á vegum hinnar íslensku ABC barnahjálpar hafi verið starfræktur í bænum í rúm 25 ár. Húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslunnar hafi hins vegar fokið af í óveðri fyrir fjórum árum og í kjölfarið hafi heilsugæslan verið lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Laufey segir að skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu hafi fyrr á árinu óskað eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Þá hafi verið ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar. „Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag,“ segir Laufey. Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar og var margt um manninn. „Við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, áttatíu prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila.ABC Um aðstöðuna segir að á kvennadeildinni séu tólf sjúkrarúm og tvö á fæðingardeildinni. Þar sé ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir. Á síðasta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda, en árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp.
Hjálparstarf Íslendingar erlendis Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira