Veittist að kærustunni fyrir framan dóttur hennar Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 07:45 Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa veist í tvígang að þáverandi kærustu sinni og þar af í eitt skipti fyrir framan dóttur hennar. Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, en brotin sem ákært var fyrir voru framin í október 2020 og í júlí 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi í fyrra skiptið veist með ofbeldi að konunni á heimili hennar í Reykjavík, tekið hana hálstaki í nokkur skipti þannig að hún átti erfitt með andardrátt, slegið hana ítrekað með lófa og hnefa í líkamann, þar á meðal í höfuð og andlit, og sparkað hana víðs vegar um líkamann. Hlaut konan ýmsa áverka á höfði og andliti, heilahristing og mar víðs vegar um líkamann. Í júlí 2021 veittist maðurinn aftur að konunni á heimili þeirra og í þetta skiptið að dóttur konunnar viðstaddri. Ýtti maðurinn kærustu sinni upp að skáp og sló hana í andliti, auk þess að sýna henni „vanvirðandi, ruddalega og ósiðlega háttsemi“, líkt og segir í dómnum. Hlaut konan mar og upphandlegg og glóðarauga. Þau slitu samvistum hálfum mánuði eftir fyrri árásina en tóku svo upp samband á ný og vörðu miklum tíma saman eftir að ákærði hafði tekið á sínum málum. Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Fram kemur að eigi að baki sakaferil sem nái aftur til ársins 2013, meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og ofbeldisbrot. Í dómnum segir að honum hafi verið gert að greiða málsvernarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um 400 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum, en brotin sem ákært var fyrir voru framin í október 2020 og í júlí 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi í fyrra skiptið veist með ofbeldi að konunni á heimili hennar í Reykjavík, tekið hana hálstaki í nokkur skipti þannig að hún átti erfitt með andardrátt, slegið hana ítrekað með lófa og hnefa í líkamann, þar á meðal í höfuð og andlit, og sparkað hana víðs vegar um líkamann. Hlaut konan ýmsa áverka á höfði og andliti, heilahristing og mar víðs vegar um líkamann. Í júlí 2021 veittist maðurinn aftur að konunni á heimili þeirra og í þetta skiptið að dóttur konunnar viðstaddri. Ýtti maðurinn kærustu sinni upp að skáp og sló hana í andliti, auk þess að sýna henni „vanvirðandi, ruddalega og ósiðlega háttsemi“, líkt og segir í dómnum. Hlaut konan mar og upphandlegg og glóðarauga. Þau slitu samvistum hálfum mánuði eftir fyrri árásina en tóku svo upp samband á ný og vörðu miklum tíma saman eftir að ákærði hafði tekið á sínum málum. Maðurinn játaði skýlaust brot sín. Fram kemur að eigi að baki sakaferil sem nái aftur til ársins 2013, meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og ofbeldisbrot. Í dómnum segir að honum hafi verið gert að greiða málsvernarþóknun skipaðs verjanda og annan sakarkostnað, samtals um 400 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira