Innlent

Mun fleiri sækja aðstoð við upphaf þessa skólaárs en í fyrra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

292 börn sem tilheyra 136 fjölskyldum hafa þegið aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar undanfarna daga. Áslaug Arndal segir aðsóknina mun meiri nú en í fyrra, þegar um 200 börn fengu aðstoð í upphafi skólarás.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Áslaug segir úthlutunina hafa gengið vel en mest sé um að börnin vanti skólatöskur og útiföt. 

„Fólk hefur verið mjög dug­legt að koma með úti­föt og skóla­töskur til okkar svo við eigum nóg fyrir alla. Það er dá­sam­legt hvernig fólk hefur brugðist við og að­sóknin er það mikil að við munum hafa opið aftur á föstu­daginn,“ segir Áslaug. 

Opið verður hjá Hjálparstarfinu á morgun, milli 10 og tólf.

Stór hluti þeirra sem leitar aðstoðar er flóttafólk frá Úkraínu, að sögn Áslaugar. 

„Bæði það og fólk frá öðrum löndum sem er kannski ekki alveg komið inn í sam­fé­lagið og komið með vinnu og svona en börnin komin í skóla. Svo komu líka margir hingað í flýti og tóku ekki allt sitt dót með, eins og skóla­tösku og vetrar­föt.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.