Innlent

Vélarvana skemmtibát rak að landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir sem voru um borð í bátnum komust í land að sjálfsdáðum.
Þeir sem voru um borð í bátnum komust í land að sjálfsdáðum. Landsbjörg

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins voru með mikinn viðbúnað fyrr í kvöld vegna vélarvana skemmtibáts sem rak að landi. Báturinn var á reki austan við Atlagerðistanga við Voga á Vatnsleysuströnd.

Engan sakaði en fólkið sem var um borð komst sjálft í land þegar bátinn rak að landi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að mótor bátsins hafi rekið niður og hann hafi orðið vélarvana um þrjú til fjögur hundruð metra frá landi. Um hálftíma síðar rak hann að landi.

Stuttu eftir það bar björgunarsveitarfólk frá Reykjanesbæ að garði á björgunarbát og var báturinn dreginn til hafnar í Vogum.

Þrátt fyrir rok og öldugang munu aðgerðir hafa gengið vel.

Vel gekk að draga bátinn að landi.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×