Lífið

Sturla Atlas og Steinunn selja íbúð á Kambs­veginum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íbúðin er á fallegum stað í hverfi 104.
Íbúðin er á fallegum stað í hverfi 104. Samsett/Domus Nova

Listaparið Sigurbjartur Sturla Atlason og Steinunn Arinbjarnardóttir hafa sett íbúð sína á Kambsvegi á sölu. Íbúðin er björt og hlýleg, rúmir 60 fermetrar að stærð auk rislofts sem bætist þar við. 

Íbúðin er tveggja til þriggja herbergja með einu svefnherbergi og er samkvæmt þjóðskrá 61,5 fermetrar. Fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis að hún sé þó í raun stærri þar sem með henni fylgi risloft með um 25 fermetra gólffleti þó aðeins 3,4 fermetrar af þeim séu skráðir. Gengið er upp í risið af gangi íbúðarinnar. 

Þá segir í auglýsingunni að íbúðin hafi verið endurnýjuð að hluta, til dæmis baðherbergið. Þá sé stofna rúmgóð og björt en úr henni er útgangur á nokkuð stórar svalir sem snúa til vesturs.

Íbúðin er sett á 54,9 milljónir króna, brunabótamat nemur rúmum 29 milljónum og fasteignamat tæpum 36 milljónum króna. Af myndum að dæma eru þrjár íbúðir í húsinu sem var byggt árið 1961. 

Húsið var byggt árið 1961.Domus Nova

Það er fallegt útsýni yfir Mosfellsbæ úr íbúðinni.Domus Nova

Úr stofunni er gengið út á svalir sem snúa í vesturátt.Domus Nova

Eldhúsið er fallega innréttað.Domus Nova
Gengið er upp á risloftið af gangi íbúðarinnar.Domus Nova

Stofan er björt og rúmgóð.Domus Nova

Eitt svefnherbergi er í íbúðinni.Domus Nova

Vel er hægt að nýta risloftið sem aukaherbergi.Domus Nova

Baðherbergið er nýlega uppgert.Domus Nova

Forstofan er björt og falleg.Domus Nova





Fleiri fréttir

Sjá meira


×