Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 15:18 Í veislunum hjá Katrínu og vinkonum hennar er ekki að sjá að maturinn hafi verið fenginn úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. katrín hersisdóttir Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. Blaðamaður hitti á Katrínu nú um helgina áður en hún heldur aftur til smábæjarins Kolding í Danmörku í nám. Þar nemur hún grafíska hönnun og býr ásamt tveimur vinkonum sínum. Eins og oft er með fátæka námsmenn, sem borga leigu og skólagjöld dýrum dómum, nýta þær allar leiðir til að spara pening. Að sögn Katrínar hlýst margvíslegur ávinningur af því að nota matvörur úr gámunum, hverra síðasti söludagur hefur jafnvel enn ekki runnið upp; ókeypis matur, minni matarsóun og auðvitað, eins og myndböndin bera vitni um, mikill sælkeramatur. Tæplega 70 þúsund fylgjendur „Við erum sem sagt þrjár stelpur sem búum saman í þessum litla bæ sem ég myndi helst bera saman við Akureyri. Við förum og kíkjum á bak við helstu matvöruverslanir til að kanna hvort matur gæti beðið okkar þar. Svo fórum við að taka þetta upp og setja á TikTok við svona góðar viðtökur.“ Katrín við útskrift frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún hélt í kjölfarið til Danmerkur í lýðháskóla og þaðan í grafíska hönnun í smábænum Kolding á Jótlandi.aðsend TikTok reikningur þeirra, sem ber nafnið Monastery666, er nú kominn með tæplega 70 þúsund fylgjendur. Hátt í fjórar milljónir hafa séð einhver myndbandanna. Katrín segir það mjög mismunandi hvers konar matur bíði þeirra við leitina að kræsingum; stundum séu heilu gámarnir af sælkeraostum, stundum alls kyns grænmeti en stundum bara ekki neitt. Lenda oft á gullkistu „Það kemur samt á óvart hversu oft við lendum á gullkistu,“ segir Katrín. Miðað við matinn sem þær reiða fram virðist engu logið í þeim efnum en hér er brot af því besta: „Oft endum við með bara fjóra fulla poka af góðgæti sem nýtist okkur næstu vikurnar. Við erum duglegar að frysta og pössum alltaf að taka t.d. grænmeti sem er pakkað inn í plast og þess háttar til að forðast pöddur, sýkingar og bakteríur. Svo tökum við líka bara reykt kjöt eða fisk til að forðast það sama.“ Hún segir frábært að geta stuðlað að minni matarsóun og geta sparað pening á sama tíma. „Ég veit ekki hversu mikinn pening ég hef sparað við það að finna svona mat. Tófu, ostur og fleira sem er bara mjög dýrt. Grænmeti getur líka verið dýrt, ég tala nú ekki um núna í verðbólgunni.“ Hún segist gefa vinum sínum mat, sem eru einnig á námslánum og með lítið milli handanna, ef þær lenda á heilu lagersendingunni í gámi. „Okkur finnst líka gaman að gera gott við okkur. Þar sem við spörum svona mikinn pening getum við keypt kannski fína osta og sveppi til að bæta við réttinn.“ Það er oft veisla á bæ hjá Katrínu og vinkonum hennar.aðsend/katrín hersisdóttir TikTok að mestu góður miðill Á samfélagsmiðlinum TikTok kennir heldur betur ýmissa að grasa, þar fá matreiðslumyndböndum að njóta sín ásamt orðræðu eitraðrar karlmennsku, líkt og greint hefur verið frá. Katrín segir TikTok hafa sína kosti og galla. „TikTok er svona helsti miðillinn í dag og auðvelt að sýna frá því sem maður er að gera í svona stuttum myndböndum. Fyrstu myndböndin okkur slógu alveg í gegn. Margir voru samt alveg að hata, sem var smá sjokk. En við fengum líka fullt af ást og margir í kommentakerfinu sem gefa góð ráð þegar maður er að ná í mat úr ruslagámum.“ Hún segir marga einnig hneykslaða á því í hvaða ástandi matvöruverslanir séu farnar að henda mat sem hægt væri að nýta. TikTok reikning Katrínar, Monastery666 má nálgast á TikTok hér. Hlaðborð.aðsend/katrín hersisdóttir Maturinn er oft mjög litríkur.aðsend/katrín hersisdóttir Fyrir sælkera.samsett/katrín hersisdóttir Mikið um grænmeti.aðsend/katrín hersisdóttir Það eru greinilega miklir hæfileikar í eldhúsinu hjá þeim vinkonum.aðsend/katrín hersisdóttir Matur Danmörk TikTok Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Blaðamaður hitti á Katrínu nú um helgina áður en hún heldur aftur til smábæjarins Kolding í Danmörku í nám. Þar nemur hún grafíska hönnun og býr ásamt tveimur vinkonum sínum. Eins og oft er með fátæka námsmenn, sem borga leigu og skólagjöld dýrum dómum, nýta þær allar leiðir til að spara pening. Að sögn Katrínar hlýst margvíslegur ávinningur af því að nota matvörur úr gámunum, hverra síðasti söludagur hefur jafnvel enn ekki runnið upp; ókeypis matur, minni matarsóun og auðvitað, eins og myndböndin bera vitni um, mikill sælkeramatur. Tæplega 70 þúsund fylgjendur „Við erum sem sagt þrjár stelpur sem búum saman í þessum litla bæ sem ég myndi helst bera saman við Akureyri. Við förum og kíkjum á bak við helstu matvöruverslanir til að kanna hvort matur gæti beðið okkar þar. Svo fórum við að taka þetta upp og setja á TikTok við svona góðar viðtökur.“ Katrín við útskrift frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2019. Hún hélt í kjölfarið til Danmerkur í lýðháskóla og þaðan í grafíska hönnun í smábænum Kolding á Jótlandi.aðsend TikTok reikningur þeirra, sem ber nafnið Monastery666, er nú kominn með tæplega 70 þúsund fylgjendur. Hátt í fjórar milljónir hafa séð einhver myndbandanna. Katrín segir það mjög mismunandi hvers konar matur bíði þeirra við leitina að kræsingum; stundum séu heilu gámarnir af sælkeraostum, stundum alls kyns grænmeti en stundum bara ekki neitt. Lenda oft á gullkistu „Það kemur samt á óvart hversu oft við lendum á gullkistu,“ segir Katrín. Miðað við matinn sem þær reiða fram virðist engu logið í þeim efnum en hér er brot af því besta: „Oft endum við með bara fjóra fulla poka af góðgæti sem nýtist okkur næstu vikurnar. Við erum duglegar að frysta og pössum alltaf að taka t.d. grænmeti sem er pakkað inn í plast og þess háttar til að forðast pöddur, sýkingar og bakteríur. Svo tökum við líka bara reykt kjöt eða fisk til að forðast það sama.“ Hún segir frábært að geta stuðlað að minni matarsóun og geta sparað pening á sama tíma. „Ég veit ekki hversu mikinn pening ég hef sparað við það að finna svona mat. Tófu, ostur og fleira sem er bara mjög dýrt. Grænmeti getur líka verið dýrt, ég tala nú ekki um núna í verðbólgunni.“ Hún segist gefa vinum sínum mat, sem eru einnig á námslánum og með lítið milli handanna, ef þær lenda á heilu lagersendingunni í gámi. „Okkur finnst líka gaman að gera gott við okkur. Þar sem við spörum svona mikinn pening getum við keypt kannski fína osta og sveppi til að bæta við réttinn.“ Það er oft veisla á bæ hjá Katrínu og vinkonum hennar.aðsend/katrín hersisdóttir TikTok að mestu góður miðill Á samfélagsmiðlinum TikTok kennir heldur betur ýmissa að grasa, þar fá matreiðslumyndböndum að njóta sín ásamt orðræðu eitraðrar karlmennsku, líkt og greint hefur verið frá. Katrín segir TikTok hafa sína kosti og galla. „TikTok er svona helsti miðillinn í dag og auðvelt að sýna frá því sem maður er að gera í svona stuttum myndböndum. Fyrstu myndböndin okkur slógu alveg í gegn. Margir voru samt alveg að hata, sem var smá sjokk. En við fengum líka fullt af ást og margir í kommentakerfinu sem gefa góð ráð þegar maður er að ná í mat úr ruslagámum.“ Hún segir marga einnig hneykslaða á því í hvaða ástandi matvöruverslanir séu farnar að henda mat sem hægt væri að nýta. TikTok reikning Katrínar, Monastery666 má nálgast á TikTok hér. Hlaðborð.aðsend/katrín hersisdóttir Maturinn er oft mjög litríkur.aðsend/katrín hersisdóttir Fyrir sælkera.samsett/katrín hersisdóttir Mikið um grænmeti.aðsend/katrín hersisdóttir Það eru greinilega miklir hæfileikar í eldhúsinu hjá þeim vinkonum.aðsend/katrín hersisdóttir
Matur Danmörk TikTok Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira