Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 15:02 Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19