Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 12:13 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka taka af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira