Innlent

Slags­mál í Grafar­vogi og líkams­á­rás í mið­bænum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Nokkrir voru vistaðir í fangageymslu samkvæmt dagbók lögreglu.
Nokkrir voru vistaðir í fangageymslu samkvæmt dagbók lögreglu. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í gær en í dagbók lögreglu kemur fram að einn einstaklingur hafi verið handtekinn og liggi undir grun vegna málsins. Hann hafi verið töluvert ölvaður og því vistaður í fangaklefa þar til hægt verði að ræða við hann.

Einnig barst lögreglu tilkynning um eignaspjöll á heimili í Garðabæ og innbrot í Hafnarfirði en sá sem liggi undir grun vegna innbrotsins hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þar að auki var tilkynnt um slagsmál í Grafarvogi og þjófnað í verslun í Breiðholti en einstaklingunum sem lágu undir grun vegna beggja mála var sleppt að loknum yfirheyrslum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.