Innlent

Þrír í haldi vegna hnífstungu

Snorri Másson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Þrír Íslendingar eru í haldi eftir að maður var stunginn í bakið með hníf nálægt Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur í gær. Eftir árásina upphófst leit lögreglu að sakamönnunum og bar hún árangur í morgun.

Nú bíða þremenningarnir yfirheyrslu.

Sá sem varð fyrir árásinni liggur á sjúkrahúsi en annað er ekki vitað um ástand hans en það að hann var með meðvitund eftir árásina.

Sjá einnig: Leita manns eftir hnífstungu í miðbænum

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að átökin hafi hafist í kjölfar ágreinings á milli hópa manna um nóttina. Þá segir hann einnig að lögreglan finni fyrir aukningu í hnífaárásum.

„Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé að aukast. Og hnífaburður almennt,“ segir Jóhann Karl. Hann segir það vera mikið áhyggjuefni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.