Innlent

Gönguleið A lokað í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Göngufólk á göngu í átt að eldgosinu í Meradölum.
Göngufólk á göngu í átt að eldgosinu í Meradölum. Vísir/Vilhelm

Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt.

Gönguleiðinni verður lokað frá klukkan fjögur í nótt til klukkan níu í fyrramálið. Fyrirhugað er að halda áfram að lagfæra gönguleið A og gera hana greiðfærari.

„Göngufólk er vinsamlegast beðið um að fara eftir þessum fyrirmælum en þannig geta þeir sem vinna að framkvæmdunum nýtt tímann til fulls í því skyni að gera leið A enn betri,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×