Dagur fetar ekki í fótspor Garðbæinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 20:01 Dagur man vel eftir sömu umræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úrræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra. Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur. Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í útjaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuðborgarsvæðið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög áberandi á vissum svæðum. Eins og fréttastofa greindu frá í vikunni hefur Garðabær ákveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitarfélaginu til að reyna að fækka þeim. Borgarstjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykjavík. „Nei, þetta hefur ekki verið á dagskrá en þetta var sennilega á dagskrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svolítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu hatursefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Standa heiðursvörð á morgnana Ástæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auðvitað margþættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu. Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á samfélagsmiðlum. Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flatkökum, ráðast á hlaupara eða eru til almennra leiðinda. Síðast þegar vandamálið komst í hámæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta einstöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá. „Finnst þér eitthvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert fullyrða um það nema einhverjar náttúrulegar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hugmyndinni um meðferð skotvopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur. Enda báru þessar aðgerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum. Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í myndbandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjónvarpsfréttinni sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan. „Já ég á auðvitað bara í persónulegu sambandi við fuglalífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðursverði á handriðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.
Fuglar Reykjavík Dýr Borgarstjórn Garðabær Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. 11. ágúst 2022 12:30