Innlent

Skortur á tækifærum og fjölbreytileika fæli nýja lækna frá

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands.
Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það fæla fólk frá því að koma heim eftir læknanám erlendis að tækifæri til að stunda rannsóknir hérlendis séu hverfandi.

Um þriðjungur nýútskrifaðra íslenskra sérfræðinga snýr ekki heim úr námi.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt skýrslu McKinsey hefur Landspítalinn, sem eitt sinn var besta háskólasjúkrahúsið í vísindum á Norðurlöndunum, fallið niður í botnsætið.

„Það er bara eitt háskólasjúkrahús hérlendis og það hefur barist í bökkum í árum saman. Það er ekki nógu vel búið að Landspítalanum til að hann geti staðist samkeppnina við erlend háskólasjúkrahús um vinnuafl af krafti,“ segir Steinunn um skort á fjölbreytileika í starfsumhverfi lækna.

Þá segir Steinunn það ekki til bóta að ekki sé búið að semja við sérfræðinga á stofum. Nýútskrifaðir læknar upplifi ekki umhverfi þar sem þeir séu velkomnir. Steinunn vill einnig meina að samningsleysið hafi leitt til tvöfalds kerfis, þar sem þeir sem eiga peninga geta keypt sér þjónustu sem aðrir hafa ekki efni á.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.