Innlent

Nafn mannsins sem lést við Langa­sand

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leitin hófst eftir að Elías skilaði sér ekki í land.
Leitin hófst eftir að Elías skilaði sér ekki í land.

Maðurinn sem lést við sjósund við Langasand á Akranesi hét Elías Jón Sveinsson.

Elías Jón fæddist árið 1966 og var 56 ára að aldri. Skagafréttir greina frá þessu en samkvæmt þeim bjó Elías lengi vel á Akranesi sem barn en faðir hans, Sveinn Elías Elíasson, var um tíma bankastjóri Landsbankans á Akranesi.

Elías var við sjósund ásamt öðrum sjósundsmönnum að kvöldi til þann 9. ágúst síðastliðinn en ítarleg leit hófst rétt eftir klukkan hálf níu það kvöld þegar Elías skilaði sér ekki í land.

Um fimmtíu björgunarsveitarmenn komu að leitinni ásamt lögreglu og þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar.


Tengdar fréttir

Sjósunds­maðurinn fannst látinn

Sjósundsmaður sem leitað var að út fyrir Landasandi við Akranes í gær fannst látinn. Þetta staðfestir lögreglan á Vesturlandi en maðurinn hafði verið ásamt öðrum við sjósund. Leit hófst eftir að hann skilaði sér ekki í land. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.