Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Leikskólamál, kjaramál, mávagarg og eldgos verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Foreldrar fjölmenntu í ráðhús Reykjavíkur í dag, þar sem þeir kölluðu eftir svörum um stöðu biðlista og aðgerðum í stað útskýringa.

Hraunið í Meradölum heldur áfram að stækka og þykkna. Sérfræðingar segja þess ekki lengi að bíða að hraunið nái út fyrir Meradali og í átt að Suðurstrandavegi.

Mörgum þykja mávar vargar mestir en þó ekki öllum. Fuglafræðingur segir hugmyndir um að fækka í stofninum flóknar og á gráu svæði, siðferðilega.

Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir afar óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér líkt og Drífa Snædal gerði í gær. Deilur innan sambandsins séu eðlilegar en hafi verið nokkuð einkennilegar síðasta árið.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.