Vill fá að stinga á egg máva sem trufli svefnfrið og ráðist á Garðbæinga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 21:00 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. arnar halldórsson Garðabær mun fara markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum. Bæjarstjórinn vill fá leyfi til þess að stinga á mávaegg á friðlýstum svæðum en svefnvana íbúar kvarta undan stanslausu áreiti frá fuglunum. Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“ Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Mávar virðast til mikilla vandræða í Sjálandinu í Garðabæ en íbúar hafa kvartað undan fjölda máva. Þeir segja mávana trufla svefnfrið, ráðast á fólk og íbúar kalla eftir því að Garðabær grípi til aðgerða. Mávurinn er raunar til svo mikilla trafala að hann var sérstaklega tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi í gær. Ástæðan var sú að Garðabær fór fram á það við Náttúrufræðistofnun að bærinn fengi leyfi til að fækka sílamáv með því að stinga á egg í Gálgahrauni, en svæðið þar er friðlýst. Stofnunin gaf ekki grænt ljóst á slíka undanþágu og þar með fær bærinn ekki að stinga á egg í hrauninu. „Í þessu tilviki virðast yfirvöld, það er að segja viðkomandi stofnanir, vera að hnekkja okkur á því að það sé ekki víst að þetta skili þeim árangri sem til er ætlast. Það er að segja að halda stofninum í skefjum, og við viljum endilega taka það samtal áfram því það er mikilvægt atriði fyrir íbúa Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins að mávi sé haldið í skefjum,“ sagði Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vill vernda aðra fuglastofna Bærinn sé reiðubúinn til að fara í rannsóknir með Náttúrufræðistofnun um mávastofninn og stofn mófugla sem verða fyrir barðinu á mávnum. Það má segja að einstakt samband hafi verið í gegnum tíðina á milli mávsins og bæjarins en í einu stuðningsmannalagi Stjörnunnar er sungið um mávinn sem hvetur liðið áfram. Hlusta má á lagið í sjónvarpsfréttinni. Þessi einstaka ást mávsins á Garðabæ virðist ekki endurgoldin en Almar segir fuglinn varg og því muni bærinn fara í það markvisst að stinga á egg á stöðum sem ekki eru friðlýstir. „Það er alveg klárt að við setjum upp áætlanir núna til þess að gera meira á þeim svæðum þar sem okkur er heimilt að gera það og svo höldum við áfram samtalinu við Náttúrufræðistofnun og aðra um það að geta gripið til ráðstafanna líka í friðlandinu.“ Almar Guðmundsson segir mávinn varg og vill vernda aðra stofna frá honum.arnar halldórsson Hann kallar eftir samtali við samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við séum með samræmdar aðgerðir gagnvart ágangi máva því þeir eru auðvitað hrifnir af okkur í Garðabæ en þeir eru líka hrifnir af ýmsum öðrum og því er mikilvægt að bregðast við í samræmi við aðra.“
Garðabær Fuglar Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira