Mikið um rafskútuslys í nótt Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 07:45 Ekkert liggur fyrir um hvort rafskúturnar sem ollu fólki ama í nótt hafa verið teknar á leigu eða í einkaeigu. Vísir/Vilhelm Nokkuð rólegt virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en þó var nokkuð mikið um að fólk dytti af rafskútum og slasaðist. Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja. Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Ef marka má dagbók lögreglu fór skemmtanalíf í borginni vel fram í nótt en margmenni var þar saman komið til að skemmta sér. Þar bar helst lokakvöld Hinsegin daga þar sem hinsegin fólk og stuðningsmenn þess skemmtu sér fram á rauða nótt. Það er þó sjaldan sem laugardagskvöld gengur áfallalaust fyrir sig en það voru helst notendur rafskúta sem fengu að finna fyrir því í nótt. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt var tilkynnt um mann sem fallið hafði af rafskútu og slasast. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Frá fyrstu tilkynningu um rafskútuslys bárust fjórar aðrar, sú síðasta laust fyrir klukkan 4 í nótt. Þar af var einn fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá bárust tvær tilkynningar um fólk sem hafði fallið í jörðina án þess að rafskútur ættu hlut að máli. Annar var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar en hinn kvaðst ætla að koma sér þangað sjálfur. Eitthvað um óspektir Þrátt fyrir að skemmtanir næturinnar hafi farið vel fram að mestu höguðu sér ekki allir vel. Rétt fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðbænum vegna líkamsárásar. Einn var handtekinn á vettvangi en látinn laus að lokinni skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan 2 var lögregla kölluð til skemmtistaðar vegna manns sem „ var til vandræða.“ Lögregla vísaði honum á brott. Laust fyrir klukkan 4 var svo tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þá eru alltaf einhverjir aka bílum þegar þeir ættu betur að sleppa því. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, annar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji vegna gruns um akstur undir áhrifum hvoru tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira