Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í fréttatímanum höldum við áfram umfjöllun um eldgosið. Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs.

Nokkuð magn af gasi frá eldgosinu í Meradölum mun leggjast yfir byggð á suðvesturhorninu og á Suðurlandi í dag og á morgun samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar. Veðurfræðingur segir óþarft að hafa áhyggjur að svo stöddu en bendir fólki á að fylgjast vel með spám á vef Veðurstofunnar.

Við fylgjumst áfram með framvindu mála á Gaza svæðinu þar sem ellefu létu lífið og 75 særðust þegar ísraelski herinn skaut eldflaugum á svæðið í gær.

Þá  heyrum við í borgarstjóra sem segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni og hitum upp fyrir gleðigönguna sem hefst klukkan tvö í dag.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×