Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2022 19:02 Kristín Jónsdóttir við gosstöðvarnar í Geldingadölum sem byrjuðu að gjósa í fyrra. Hún segir eldgosið núna minna um margt á þau eldsumbrot. Vísir/Vilhelm Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. „Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
„Við erum í rauninni að nýta okkur þekkingu frá síðasta gosi og það liðu þarna þrjár, fjórar vikur þangað til við fórum að sjá nýjar gossprungur í síðasta gosi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera vakandi fyrir núna,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur varað fólk við því að nýjar sprungur geti opnast á svæðinu. Kristín bendir fólki á að skoða kort sem Vísindaráð Almannavarna gaf út í gær. Þar sé hægt sé að sjá með skýrum hætti hvaða hluta svæðisins fólk er beðið um að forðast. Aðspurð um hvort Kristín geti spáð einhverju um framhald eldgossins bendir hún á að það sé að mörgu leyti svipað gosinu sem hófst á svipuðum stað í fyrra. „Þannig að ef ég ætti að giska þá myndi ég bara giska á að þetta yrði eitthvað svipað. Það er auðvitað mikill kraftur í gosinu og við sjáum nú að hrauntungan er farin að ná alveg út Meradalina þannig það fer örugglega ekki að líða á löngu þar til það fer að flæða úr þeim. Eigum við ekki að giska á að þetta eigi eftir að standa í einhverja mánuði en það er auðvitað erfitt að svara því.“ Kristín lagði áherslu á fólk sem geri sér ferð að gosinu þurfi að taka gasmengun á svæðinu alvarlega. „Fólk verður að vara sig á henni og halda sig upp á þeim hryggjum sem þarna eru og forðast að fara niður í dali, sérstaklega ef það er logn.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira