Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Aðstæður við gosstöðvar eru nokkuð verri nú en verið hefur en fjöldi fólks er þó á svæðinu. Veður er vont, mikill vindur og fólk þarf að varast gasmengun. Okkar menn, Vésteinn Örn og Einar Árnason, eru staddir við gosið og verða í beinni útsendingu í fréttatímanum kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu íslands, mun mæta í settið og ræða gosið og möguleika á nýjum sprungum á svæðinu í fréttatímanum og þá förum við vandlega yfir gasmengun en líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og ekki ólíklegt að íbúar þar finni gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks.

Í fréttatímanum ræðir Fanndís Birna, fréttamaður okkar, einnig við fjölskyldu sem lenti í því á dögunum að verða fyrir koltvísýringseitrun í fellihýsi sínu og aðeins sekúndum mátti muna að öll fjölskyldan léti lífið.

Hinsegin dagar eru í fullum gangi og við tökum auðvitað púlsinn á þeim. Við ræðum við Pál Óskar sem er að leggja lokahönd á vagninn sinn fyrir Gleðigönguna á morgun og greinum frá nýrri rannsókn BHM sem sýnir að samkynhneigðir karlmenn eru með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir menn.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.