Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 4. ágúst 2022 21:59 Rolf, Erik, Daniel og Ben slógust í hóp með fjölda Íslendinga og annarra erlendra ferðamanna sem skoðuðu gosið í dag. Vísir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. „Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.” Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira