Innlent

Bein útsending frá eldgosinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður okkar er á gossvæðinu ásamt Einari Árnasyni tökumanni og streyma þeir beint frá gosinu. Nokkuð af göngufólki er einnig á svæðinu
Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður okkar er á gossvæðinu ásamt Einari Árnasyni tökumanni og streyma þeir beint frá gosinu. Nokkuð af göngufólki er einnig á svæðinu Vísir/Vésteinn Örn

Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum.

Vísir verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum innan tíðar. Arnar Halldórsson tökumaður er um borð í flugi almannavarna yfir gosstöðvar, þar sem vísindamenn munu meta stöðuna.

Þá er Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður okkar á leið að gossvæðinu ásamt Einari Árnasyni tökumanni þar sem þeir munu freista þess að ná myndum af gosinu, auk þess sem þeir munu koma í beinu útsendingu.

Horfa má á útsendinguna hér fyrir neðan.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni.

Að sögn Þorvaldar teygir gostungan sig um fimm hundruð metra en kvikustrókurinn er frekar veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.