Lífið

Húgó afhjúpaður

Elísabet Hanna skrifar
Hver er Húgó?
Hver er Húgó? Stöð 2

Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í haust í nýrri þáttaröð á Stöð 2. Tónlistarmaðurinn kom fram á Þjóðhátíð í bol merktum stöðinni ásamt dagsetningunni 28. september sem vakti upp margar spurningar en nú hefur verið staðfest að þátturinn fer í loftið þann dag.

Mikil leynd hefur ríkt fyrir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem hefur komið víða fram síðustu árin. Hlaðvarp hefur til dæmis verið sett á laggirnar sem er tileinkað því að leysa ráðgátuna. 

Miklu stærra mengi

„Það hefur verið mikil leynd yfir verkefninu svo það er gaman að geta loksins rætt það almennilega. Það verður gaman að sjá viðbrögð fólks við heildarmyndinni því í grunninn hefur fólk verið að bíða eftir því að vita hver er á bak við röddina en mengið er svo miklu stærra,“ segir Arnar Már Davíðsson framleiðandi hjá Ketchup Creative.

Þættirnir fara í loftið 28. september líkt og sjá má á bolnum sem Húgó klæddist á sviðinu á Þjóðhátíð.Skjáskot/Instagram

Tengdar fréttir

„Fólk var að rífast um það hver Húgó væri á meðan að ég sat bara beint fyrir framan þau“

Tónlistarmaðurinn Hugo skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Farinn. Hugo var valinn Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og hefur vakið mikla athygli fyrir grímuna sem hann klæðist hvert skipti sem hann kemur fram. Enginn virðist vita hver raunverulegi maðurinn sé á bak við Hugo. Blaðamaður hafði samband við Hugo og tók púlsinn á honum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×