Innlent

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gunnar Axel Axelsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Voga.
Gunnar Axel Axelsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Voga. Aðsent

Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarfélagsins.

Gunnar Axel hefur starfað hjá Hagstofu Íslands frá árinu 2005 en hann er núna deildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála þar.

Þá var hann einnig aðstoðarmaður velferðarráðherra á árunum 2012 til 2013. Auk þess hefur Gunnar víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á árunum 2010-2018 og sinnti m.a. formennsku í bæjarráði og fjölskylduráði auk annarra nefndarstarfa.

Hann sat einnig í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um árabil, í stjórnum Strætó Bs og Rio Tinto Alcan á Íslandi og í nefnd ráðherra sveitarstjórnarmála um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins.

Í tilkynningunni kemur fram að Gunnar hafi lokið MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2014, BS-gráðu í viðskiptafræðum frá Háskólanum á Bifröst árið 2003 og stundaði nám í Evrópufræðum við Viðskiptaháskólann í Árósum frá 2003 til 2004.


Tengdar fréttir

Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár

Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×