Aðeins tíu mínútum áður, klukkan 17:52, reið yfir enn stærri skjálfti sem var 3,9 að stærð sem margir hafa eflaust fundið fyrir.
Skjálftarnir í yfirstandandi jarðskjálftahrinu hafa verið innar á Reykjanesskaga en í hrinunni fyrir ári síðan. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa því fundið vel fyrir virkninni.
Grindvíkingar hafa þó eflaust fundið mest fyrir jarðskjálftahrinunni en eftir skjálfta að stærð 5,4 sem reið yfir rétt fyrir sex í gærkvöldi var mikið tjón í bænum, kaldavatnslögn rofnaði og hrundu hlutir úr hillum.
Fréttin verður uppfærð.