Innlent

Glampandi sól í Eyjum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Svona lítur veðurspáin út klukkan 12.00 í dag.
Svona lítur veðurspáin út klukkan 12.00 í dag. Veðurstofan

Gert er ráð fyrir glampandi sól í Vestmannaeyjum í dag en nokkuð stífri norðanátt. Heilt yfir er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, víð 5-13 metrum á sekúndu, rigning öðru hvoru á norðanverðu landinu og skýjað með köflum. Aðeins bætir í vind með norðlægri átt eftir hádegi 8-15 metrum á sekúndu vestantil en annars hægari vindur.

Víða rigning eða skúrir á norðanverðu landinu en bjart með köflum sunnantil og þurrt að mestu leyti. Hiti á bilinu 5 til 9 stig fyrir norðan en 8 til 15 stig Sunnanlands. Á morgun verður svipað veður en skúrir suðaustantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s. Talsverð rigning á Norður- og Austurlandi, en skýjað með köflum sunnan heiða. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á fimmtudag: Norðvestan 8-13, en 10-15 við austurströndina. Rigning á norðanverðu landinu, en þurrt sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Vestan og suðvestan 3-10. Skýjað vestantil, en víða bjart í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og lítilsháttar væta sunnan- og vestanlands, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag: Stíf sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða súld, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×