Innlent

Öflugur skjálfti fannst víða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Jarðskjálftinn er sá næststærsti í hrinunni.
Jarðskjálftinn er sá næststærsti í hrinunni. Vísir/Egill

Snarpur jarðskjálfti 4,7 að stærð varð um hálfan kílómetra vestur af Litla-Hrút rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 3,8 kílómetra dýpi og er sá næstkröftugasti sem mælst hefur síðan jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag. 

Annar öflugur jarðskjálfti mældist rétt eftir klukkan átta í morgun en sá var 4,2 að stærð og mældist um 3,8 kílómetra norðaustur af Krýsuvík. 

Stöðug skjálftavirkni hefur verið í nótt og ríflega sjö hundruð skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af fjórir yfir 4,0 að stærð. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir klukkan korter í þrjú í nótt en hann mældist 4,3 á Richter. 

Gríðarlega margir jarðskjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst á laugardag.Veðurstofan

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir hafa verið að mælast á grynnra dýpi sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Fjöl­margir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum

Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir.

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×