Innlent

Fjöl­margir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjölmargir stórir skjálftar hafa riðið yfir síðan stóri skjálftinn átti sér stað klukkan 17:48 í dag.
Fjölmargir stórir skjálftar hafa riðið yfir síðan stóri skjálftinn átti sér stað klukkan 17:48 í dag. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir.

Á þeim sex tímum sem hafa liðið frá skjálftanum hafa alls sextán skjálftar að stærð 3,0 eða meira riðið yfir á svæðinu. Þar af var einn sem var 4,3 að stærð og átti sér stað um 4,3 kílómetra norðnorðvestur af Grindavík klukkan 20:44.

Almannvörnum bárust fjöldi tilkynninga um tjón í Grindavík eftir skjálftann sem reið yfir fyrir sex. Meðal annars rofnaði kaldavatnslögn í, fjöldi glasa og diska brotnuðu á veitingastað og matvörur hrundu úr hillum verslana.

Samkvæmt Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn stóri hafi fundist austur í Fljótshlíð og vestur á Snæfellsnes. Þá kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofunnar að skjálftinn sé svokallaður gikkskjálfti, sem verði vegna spennubreytinga sem kvikuinnskotið við Fagradalsfjall veldur.

Grindvíkingar segjast finna minna fyrir núverandi jarðskjálftahrinu en þeirri sem reið yfir fyrir ári síðan áður en gaus. Þá sagði Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, við fréttastofu að bæjaryfirvöld væru tilbúin með viðbragðsáætlanir ef þurfi að rýma bæinn.


Tengdar fréttir

Grind­víkingar séu til­búnir

Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því.

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×