Þjóðlagasveitin sem spilar í kvöld heitir Tuna de Derecho de Valladolid og er frá Norður-Spáni en hljómsveitin hefur verið starfandi frá 16. öld, að sögn Þórdísar Guðjónsdóttur, eigandi Spánska.

Fyrirbærið „tuna“ er sjálft margra alda gamalt og hófst þegar háskólanemar hópuðu sig saman og fluttu tónlist í skiptum fyrir mat og pening.
Fjöldi slíkra sveita er enn starfandi og í kvöld getur fólk kíkt á Spánska til að hlusta á þessa aldagömlu hefð.
Tuna de Derecho de Valladolid spilaði á Spánska á þriðjudaginn við góðar undirtektir og þá sagði Augustin, veitingamaður á Spánska, við Eirík Jónsson „Þeir ætla að koma aftur á föstudagskvöldið klukkan átta, þá er Verslunarmannahelgin að byrja og þetta toppar allan brekkusöng hvar sem er. Ókeypis aðgangur!“
Hér fyrir neðan má hlusta á eitt laganna sem sveitin tók á þriðjudaginn: