Innlent

Skoði gjald­skrána væntan­lega á næsta ári

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Þjónustusamningur Isavia og íslenska ríkisins rennur út í lok árs 2023.
Þjónustusamningur Isavia og íslenska ríkisins rennur út í lok árs 2023. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Isavia segjast væntanlega muna endurskoða gjaldskrá innanlandsflugvalla þegar þjónustusamningur íslenska ríkisins við Isavia verður endurskoðaður á næsta ári.

Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem Isavia staðfesti er ódýrara að leggja bíl í bílakjallaranum við Hafnartorg í fimm sólarhringa en að leggja Cessna Citation M2-vél á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga. Kostnaðurinn við að leggja bílnum væri 39 þúsund krónur en tæplega 35.500 fyrir flugvélina.

Í tilkynningu frá Isavia vegna málsins kemur fram að núgildandi þjónustusamningur íslenska ríkisins við innanlandsflugvelli Isavia sé frá árinu 2019 og renni út í lok árs 2023.

Isavia segir gjaldskrána hækka ár hvert og sé sú hækkun byggð á launa- og neysluvísitölu septembermánaðar árið áður. Einnig kemur fram að gjaldskráin sé staðfest af innviðaráðuneytinu.

Tilkynningu Isavia vegna málsins má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×