Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 15:35 Þrír flokkar bæta við sig fylgi: Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01