Lífið

Stinnandi krem og brúðkaupsferð í París

Elísabet Hanna skrifar
Bennifer í allri sinni dýrð.
Bennifer í allri sinni dýrð. Getty/Steve Granitz

Söngdívan Jennifer Lopez er 53 ára í dag og í tilefni þess tilkynnti hún um komu húðlínunnar sinnar en fyrsta kremið í henni er hannað til þess að stinna bossann. Hún segir í tilkynningunni að almennt einbeiti fólk sér að því að huga vel að andlitinu en líkaminn eigi það til að gleymast.

Kremið sem um ræðir heitir: Firm+Flaunt Targeted Booty Balm en Jennifer gefur til kynna að fleiri vörur séu væntanlegar í línuna sem heitir JLo Body frá JLo Beauty. „Það var mér mikilvægt að skapa húðrútínu fyrir líkamann til þess að sinna þeim sérstöku og einstöku þörfum og við byrjuðum á bossanum,“ sagði hún meðal annars.

Nýgift

Jennifer og Ben voru kærustupar á árunum 2002 til 2004 og voru þá trúlofuð. Þau byrjuðu aftur saman á síðasta ári, trúlofuðu sig í apríl og giftu sig í Las Vegas fyrr í þessum mánuði. Parið hefur sést á röltinu um París þar sem þau virðast njóta hveitibrauðsdaganna vel. 

Nýgifta parið röltir um París.Getty/Pierre Suu
Parið minnir helst á rómantíska gamanmynd þar sem þau rölta framhjá Louvre.Getty/Pierre Suu
Þau eru glæsileg á hverjum degi í París, líkt og á öðrum stöðum.Getty/Pierre Suu
Ástin leynir sér ekki.Getty/Pierre Suu

Tengdar fréttir

Ben Affleck og Jennifer Lopez orðin hjón

Leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez giftu sig í gær. Samkvæmt hjónavígsluvottorði mun Lopez bæta eftirnafni Affleck við sitt nafn.

Barn Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn

Jennifer Lopez kynnti barnið sitt Emme Maribel á svið með kynhlutlausum fornöfnum á góðgerðartónleikum nú nýverið. Emme hefur áður komið fram með móður sinni en síðast var það þegar Lopez kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2020.

Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins

Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.