Innlent

Páfinn sendi Guðna kveðju er hann flaug yfir Ísland

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frans páfi ásamt blaðamönnum sem flugu með honum til Kanada.
Frans páfi ásamt blaðamönnum sem flugu með honum til Kanada. EPA/Vincenzo Pinto

Frans fyrsti páfi sendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, kveðju í dag eftir að hann flaug yfir landið. Páfinn var á leið frá Vatíkaninu til Kanada.

Flugvél páfans flaug yfir alls sex lönd á leið sinni til Kanada og sendi kveðju á þjóðhöfðingja allra þeirra landa. Löndin voru Ítalía, Sviss, Frakkland, Bretland, Danmörk og Ísland.

„Ég sendi góðar kveðjur til þín og samborgara þinna á meðan ég flýg yfir Ísland á leið minni til Kanada, ásamt óskum um að Guð blessi alla á landinu með friðsæld og hamingju,“ segir í kveðju Páfans sem birtist á heimasíðu hans í dag.

Páfinn lenti í Kanada fyrir um fimm klukkutímum síðan en hann þetta er hans 37. postulaferð erlendis. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var einn þeirra sem tóku á móti páfanum þegar hann lenti í dag.

Páfinn ásamt Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er hann var boðinn velkominn til landsins fyrr í dag.EPA/Ciro Fusco


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.