Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. júlí 2022 19:19 Flugmaður vélarinnar fann góðan stað ofan á Nýjabæjarfjalli til að lenda á. Landhelgisgæslan Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“ Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Útkall barst þyrlusveit Landhelgisgæslunnar klukkan korter yfir sjöí gærkvöldi. Þá var ljóst að flugvél af gerðinni ICP Savannah S hefði nauðlent skammt frá Akureyri en flugmanni vélarinnar hafði tekist að koma út neyðarkalli sem farþegavél á leið til Akureyrar nam. „Strax eftir flugtak eða í útkallinu þá er ljóst að mennirnir eru ómeiddir og þeir komust út að sjálfsdáðum,“ segir Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu. Flugvélinni hafði verið nauðlent á Nýjabæjarfjalli sem er í um fjörutíu kílómetra fjarlægð frá Akureyri og átta kílómetrum frá næsta vegslóða. „Það var ljóst miðað við staðsetninguna að þetta væri í þúsund metra hæð og yrði erfitt fyrir fólk að fara að ganga fjallið eða eitthvað slíkt, þannig að við héldum áfram á staðinn,“ segir Magnús. Aðkoman að flugvélinni hafi verið fín og góður lendingastaður fyrir þyrluna. „Við lentum þarna skammt frá flugvélinni og röltum til þeirra og sáum strax að þeir voru standandi og hressir.“ Þeir voru ekkert skelkaðir eftir þetta? „Örugglega eitthvað andlegt áfall en ekkert líkamlegt og bara litu vel út,“ segir Magnús. Mikil mildi hafi verið að flugmaðurinn hafi fundið svo góðan lendingarstað. „Þetta lítur út fyrir að hafa verið vel gert að koma henni þarna niður og finna þennan stað til að lenda á. Þetta var nokkuð slétt þar sem hún nauðlendir og í kring voru smá hækkanir og snjóbreiður.“
Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleitið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23. júlí 2022 19:53