Innlent

Stal snyrti­vörum að verð­mæti tæpra tvö hundruð þúsund króna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn stal snyrtivörum í verslun Hagkaups í Kringlunni.
Maðurinn stal snyrtivörum í verslun Hagkaups í Kringlunni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir þjófnað í verslunum Hagkaups, IKEA og ÁTVR. Þá er hann einnig ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot.

Maðurinn er ákærður í alls fimm liðum, þrír þeirra tengjast þjófnaði og tveir tengjast umferðarlagabrotum. Maðurinn var tvisvar stöðvaður við akstur er hann var sviptur ökuréttindum.

Þann 1. október árið 2019 stal maðurinn einni flösku af Jack Daniel‘s old nr. 7 í verslun ÁTVR í Kópavogi. Þann 27. sama mánaðar stal hann síðan mjúkdýri og barnakolli í IKEA.

Þann 13. júlí á síðasta ári stal hann, ásamt öðrum manni, snyrtivörum að verðmæti 177 þúsund króna í verslun Hagkaups í Kringlunni.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda.

Ekki hefur tekist að birta manninum ákæruna og hún því birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 14. september næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×