Segir fásinnu að stuðningur við rafbíla sé óhagkvæmur Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 12:55 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. Aðsend Formaður rafbílasambands segir mikið af ranghugmyndum í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um hagkvæmni loftslagsaðgerða. Stofnunin gefi sér mikið af röngum forsendum og algjör fásinna sé að skella loftslagsskuldinni á rafbíla. Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað. Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands og hann er ekki sáttur með þá mynd sem teiknuð er upp í skýrslu Hagfræðistofnunar. Í skýrslunni segir að stuðningur við kaup á rafbílum sé langóhagkvæmasta loftslagsaðgerðin sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í. Það sem hann segir athyglisverðast sé sú aðferð sem Hagfræðistofnun beitir til að reikna kostnað við stuðning við rafbíla. „Þeir eru þarna með töflu í skýrslunni yfir niðurfellingu á virðisaukaskatti. Niðurfelling á virðisaukaskatti er náttúrulega ekki ríkið að setja pening í eitthvað heldur bara ríkið að verða af tekjum. Það er grundvallarmunur á því,“ segir Tómas. Þá gagnrýnir hann að gert sé ráð fyrir fullri niðurfellingu virðisaukaskatts til ársins 2030, sem enginn sé að tala um. „Núverandi aðgerðir eru upp í tuttugu þúsund bíl, sem verður trúlega um mitt ár 2023,“ segir Tómas. Hann segir að Rafbílasambandið geri ekki ráð fyrir því að virðisaukaskattur verði felldur niður lengi. Eðlilegt sé að það sé gert á meðan rafbílar eru dýrari en sambærilegir bílar sem knúnir eru af jarðefnaeldsneyti. Gert sé ráð fyrir að rafbílar verði orðnir helmingi ódýrari en aðrir bílar árið 2030 og því sé rangt að reikna með niðurfellingu svo lengi. Í skýrslunni segir að niðurfelling viðrisaukaskatts muni kosta ríkið 34,2 milljarða króna árið 2030. Því sé hægt að leiðrétta allan hallann af stuðningi við rafbíla og gott betur séu árin 2029 og 2030 tekin út. Hallinn færi þá úr 38 milljörðum í 28 milljarða króna hagnað.
Orkuskipti Loftslagsmál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira