Líður eins og stjörnu í Sarajevó Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2022 18:31 Blær að taka við verðlaununum. Mario Ilić / OFF Press Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Blær vera hæstánægður með verðlaunin. Stemningin í Sarajevó sé rosalega góð þessa dagana. „Maður lifir smá eins og stjarna hérna. Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í eða hversu stór kvikmyndahátíð þetta væri. Það er svo oft með svona hátíðir, maður veit ekki hvort það séu tíu manns að fara að horfa á myndina eða fullt af fólki. Þetta er ágætlega stór hátíð og maður er eins og stjarna hérna,“ segir Blær. Blær með umboðsmanni sínum Maríu Hrund Marinósdóttur.Aðsent Hjartasteinn kom út árið 2016 en var samt sem áður á hátíðinni í ár. Blær segir skondna sögu vera á bak við hvers vegna myndin var á hátíðinni í ár. „Myndin átti að vera á hátíðinni árið 2019 en því var frestað út af Covid. Einn stærsti leikstjórinn í Bosníu, hann er hér og á að velja hvaða myndir eiga að vera á hátíðinni. Hann alveg elskar Hjartastein og sagði „Við þurfum að hafa þetta sem aðalmynd. Við þurfum,“ en stjórinn sagði að það væri ekki hægt því hún er frá 2016. Þannig myndin er „special feature“ á hátíðinni og er eiginlega aðalmyndin sem er mjög fyndið því hún er svona gömul,“ segir Blær. Blær segist ekki vera að vinna í öðrum kvikmyndaverkefnum þessa stundina heldur sé hann bara að njóta í Sarajevó og undirbúa sig fyrir komandi átök í Olís-deildinni í handbolta. Þar spilar hann með Aftureldingu. „Það er 32 stiga hiti og á morgun er fjörutíu stiga hiti. Það er alveg æðislegt að vera hérna. Þetta er svo falleg borg, hefur svo mikla sögu og er mjög merkileg bara. Það er ekkert uppi á borðum, maður fer í prufur annað slagið og svona en svo er bara undirbúningur fyrir handboltatímabilið. Maður reynir að hreyfa sig áður en maður fer í viðtöl og að labba á rauða dreglinum,“ segir Blær.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Bosnía og Hersegóvína Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“