Innlent

Harður árekstur á Arnarneshæð

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sjá má miklar skemmdir á bílunum eftir áreksturinn.
Sjá má miklar skemmdir á bílunum eftir áreksturinn. Vísir/Vésteinn

Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld.

Kristján Sigfússon, varðstjóri stoðdeildar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að um harðan tveggja bíla árekstur hafi verið að ræða. Fólkið sé ekki talið alvarlega slasað. 

Slökkviliðið hreinsaði upp olíu á svæðinu eftir áreksturinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×